Vestmannaeyjahlaupið 2020 verður 5.september

02.09.2020

Vestmannaeyjahlaup verður haldið laugardaginn 5. september. Boðið verður upp á 5 og 10 km.  Rásmark verður við Íþróttamiðstöðina. Upphitun hefst kl. 12:35 og hlaupið verður ræst kl.13:00

Þátttökugjöld og skráning
Þátttökugjald eru 3.000 kr.

Frítt er í Herjólf fyrir einstaklinga fram og til baka (150 frímiðar í boði). Ferðirnar fyrir hlaupara eru kl.10:45 frá Landeyjarhöfn og kl.17:00 frá Vestmannaeyjum. Listi með nöfnum þeirra sem panta Herjólfsferð verður í Landeyjarhöfn og í Vestmannaeyjum þannig að nóg er að sýna skilríki til að komast í ferðina. Grímuskilda er um borð í Herjólfi.

Forskráning er á hlaup.is. 
Keppnisnúmer og gögn eru afhent milli kl. 18-20 föstudagskvöldið 4. september.

Þeir sem koma með Herjólfi samdægurs sækja gögn í Íþróttamiðstöð kl.11:30