Tvenn brautarmet í Vestmannaeyjahlaupinu
08.09.2024Hlynur Andrésson og Helga Guðný Elíasdóttir sigruðu í 5 km. í Vestmannaeyjahlaupinu sem fram fór á laugardaginn.
Bæði settu þau brautarmet, Hlynur á tímanum 15:31 og Helga Guðný fór hringinn á 19:49. Þórólfur Ingi Þórsson sigraði í 10 km. karla á 34:51 og er það í þriðja sinn sem hann sigrar í hlaupinu. Hann vann 2022 og í fyrsta skipti þegar það var haldið árið 2011. Íris Dóra Snorradóttir kom fyrst kvenna í mark á 40:03.
Alls luku 108 keppendur keppni. Meðal þeirra voru bestu hlauparar landsins s.s. eyjamaðurinn Hlynur Andrésson sem nýlega sigraði í 10 km. Reykjavíkurmaraþoni. Hann á nú brautarmet bæði í 5 og 10 km. í Vestmannaeyjahlaupinu. Þá var áhugavert að sjá hve margir ungir hlauparar tóku þátt og luku keppni á góðum tímum. Spennandi verður að fylgjast með þeim á næstu árum.
Eyjaskokk þakkar Íslandsbanka, þeim fyrirtækjum sem styrktu viðburðinn og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg.
Hér eru þrír efstu í hverjum flokki:
5 .km karla
Hlynur Andrésson 15:31
Daníel Snær Eyþórsson 18:15
Jón Orri Jónsson 19:58
5 km. kvenna
Helga Guðný Elíasdóttir 19:49
Mari Jarsk 21:32
Eva Skarpaas 23:17
10 km. karla
Þórólfur Ingi Þórsson 34:51
Sigurjón Ernir Sturluson 35:05
Hannes Johannsson 36:07
10 km. kvenna
Íris Dóra Snorradóttir 40:03
Fríða Rún Þórðardóttir 40:54
Magnea Jóhannsdóttir 50:17